Sendu okkur fyrirspurn hér á síðunni og við höfum samband við þig, hvort sem er með tölvupósti eða símleiðis eftir þinni ósk. Við þurfum að fá hjá þér grunnupplýsingar m.a. um hæð og þyngd, aldur, sjúkdóma og hvort þú tekur einhver lyf. Þú fyllir síðan út ýtarlegan heilsutengdan spurningalista sem læknarnir nota til að meta hvort þú ert kandidat í aðgerð.
Medical Travel hefur árum saman haft milligöngu um þúsundir aðgerða í Lettlandi. Sérfræðiþekking, tæknibúnaður, aðferðir og hreinlæti/sýkingavarnir hjá þeim sérfræðistofum sem við erum í samvinnu við, er algjörlega sambærilegt við það sem gerist heima á Íslandi, í sumum tilfellum betra. Allar samstarfsstöðvar okkar hafa eigin sjúkratryggingar.
Ef það kemur í ljós eftir forrannsóknirnar í Riga að þú getir ekki farið í aðgerðina mun Medical Travel endurgreiða þér heildarfjárhæðina að fullu, að frádreginni „eigin áhættu“ sem er 65 000 kr fyrir efnaskiptaaðgerð. Þetta gildir ekki varðandi kostnað fyrir ferðafélaga. Þessi upphæð fer m.a. upp í kostnað við forrannsóknir og annan undirbúning.
ATH! Sérstök skilyrði gilda ef skurðlæknirinn kemst að því að þörf sé á læknismeðferð á Íslandi fyrir aðgerðina og þú getir síðan komið aftur þegar þeirri meðferð er lokið.
Allar þær stofnanir sem við erum í samvinnu við eru með eigin tryggingar sem ná til hvers kyns varanlegs skaða sem stafar af læknamistökum. Þessi trygging tekur einnig til allra viðbótar meðferða vegna fylgikvilla sem geta átt sér stað eftir aðgerð meðan á dvölinni erlendis stendur.
Ef þú ert að þyngjast eða hefur ekki náð að létta þig fyrir aðgerðina og ert með bmi yfir 40 er lifrin oft stór. Þetta er kallað fitulifur. Fitulifur gerir aðgerðina tæknilega erfiðari vegna þess að það er minna pláss í kviðarholinu og aðgerðin verður áhættumeiri fyrir vikið. Við fitulifur er meiri hætta á blæðingu meðan á aðgerð stendur. Annar mikilvægur þáttur er sá að ef þú nærð að léttast talsvert fyrir aðgerðina, verður þyngdartapið eftir skurðaðgerðina ekki jafn hratt. Þetta er mikill kostur þar sem það getur verið mikið álag fyrir líkamann að léttast mikið á stuttum tíma. Það er mikilvægt fyrir þá sem eru með BMI yfir 40 að létta sig fyrir aðgerðina.
Hversu mikið þú léttist fer m.a. eftir þyngdarstuðli fyrir aðgerðina. Árangurinn fer einnig eftir því hversu vel þér tekst að breyta um lífsstíl varðandi mataræði og hreyfingu eftir aðgerðina. Að meðaltali má reikna með að missa u.þ.b. 60-70% af ofþyngdinni fyrsta árið eftir aðgerðina.
Það tekur allt að 6 vikur að jafna sig að fullu líkamlega eftir aðgerðina, en flestir eru komnir aftur í vinnu eftir 1-2 vikur. Sumir eru orkulausir og þreyttir fyrstu vikurnar eftir aðgerðina og það er ekki ráðlegt að lyfta þungu fyrstu 4-5 vikurnar eftir aðgerð.
Munurinn er sá að í einstaklingsferð er ekki íslenskur tengiliður á sjúkrahúsinu. Öll önnur þjónusta er sú sama.
Ferðafélagi þinn er með þér á tveggja manna herbergi á sjúkrahúsinu.
Það þarf að ganga frá greiðslunni eigi síðar en 2 vikum fyrir brottför annað hvort með millifærslu eða kortaláni.
Eftirfylgd er afar mikilvæg fyrir flesta sem fara í efnaskiptaaðgerð. Við bjóðum upp á ráðgjöf og stuðning fyrir og eftir aðgerð og leitumst við að svara þeim spurningum sem upp kunna að koma eftir aðgerðina. Í sumum tilfellum er nauðsynlegt að fá eftirfylgd frá sérfræðiaðilum, s.s. næringarfræðingi eða sálfræðingi.