Leiðin að léttara lífi
Medical Travel býður upp á efnaskiptaaðgerðir fyrir fólk með BMI á milli 32-55+.
Gegnum samstarfsaðila okkar á Sigulda sjúkrahúsinu í Lettlandi býður Medical Travel upp á efnaskiptaaðgerðirnar magaermi (Gastric Sleeve) og magahjáveitu (Gastric Bypass). Báðar aðgerðirnar, ermi og hjáveita eru framkvæmdar með kviðsjá, sem dregur úr hættu á fylgikvillum og gerir það að verkum að einstaklingurinn nær sér hraðar eftir aðgerðina.
Magaermi
Magaermi (gastric sleeve) er árangursrík og tiltölulega einföld aðgerð og vinsældir hennar hafa aukist mikið undanfarin ár. Magaermi er megrunaraðgerð sem hentar einstaklingum með BMI yfir 32. Aðgerðin felur einungis í sér minnkun á maga, og ekki er hreyft við þörmunum eins og gert er í hjáveituaðgerðinni. Þegar magaermi er framkvæmd eru u.þ.b. 85% af maganum fjarlægður, sem gerir það að verkum að þú finnur fyrr fyrir seddu og matarlystin minnkar.
Magahjáveita
Hjáveita (gastric bypass) er algengasta aðgerðin við því sem læknisfræðilega er skilgreint sem sjúkleg ofþyngd. Hjáveitan hefur sannað sig til margra ára og hefur skilað mjög góðum langtímaárangri. Hún er af mörgum talin vera gullstandardinn þegar kemur að megrunaraðgerðum. Í magahjáveitu er u.þ.b. 95% af maganum aftengt. Þannig er aðeins 5% af maganum sem tekur á móti fæðu. Þetta veldur því að einstaklingurinn getur einungis borðað mjög lítið í einu. Fæðuinntaka stjórnast sjálfkrafa þar sem maður finnur fyrir ónotum í maganum ef maður borðar of mikið í einu.



BMI Stuðull
BMI Stuðull er leiðbeinandi mælitæki um ofþyngd. Ef niðurstaðan er yfir 32 þá er viðkomandi mögulega að eiga við ofþyngd. Að kanna eigin BMI stuðul er fyrsta skref megrunaraðgerðar. Þú getur reiknað út stuðulinn hér fyrir neðan.
Skurðlæknateymi Sigulda Hospital

Dr. Olegs Kozlovskis
Yfirlæknir skurðdeildar Sigulda

Dr. Juris Zarinovs
Skurðlæknir

Dr. Andre Trudnikov
Skurðlæknir

viðtöl við ráðgjafa
Hafðu samband og fáðu viðtal við ráðgjafa þér að kostnaðarlausu
Fyrsta skrefið er að athuga hvort efnaskiptaaðgerð sé rétta lausnin fyrir þig.