fbpx

Nýr ráðgjafi hjá Medical Travel

– Berglind Ólafsdóttir, fjölskyldu- og hjónabandsfræðingur er nýr tengiliður hjá Medical Travel.

Berglind býður upp á samtalsmeðferð með áherslu á andlegan undirbúning og stuðning fyrir og eftir aðgerðina.

Berglind Ólafsdóttir lauk meistaragráðu í fjölskyldu- og hjónabandsfræðum í Minnesota sumarið 2014. Ásamt því stundaði Berglind nám í fíknifræðum í Metropolitan State University á árunum 2011-2012 í Minnesota.

Berglind flutti heim til Íslands árið 2015 og hefur frá þeim tíma unnið sjálfstætt. Berglind er meðstofnandi Vörðunnar meðferðarstofu sem opnaði í mars 2020.  Hún hefur einnig sótt ýmis námskeið í endurmenntun, þar á meðal námskeið í sálrænum áföllum, ofbeldi og áfallamiðaðri nálgun hjá Símenntun Háskólans á Akureyri, og í hjónafræðum Gottmans. Jafnframt sótti Berglind nokkur námskeið í Bandaríkjunum. Þar má nefna námskeið í dáleiðslu og námskeið í áfallamiðaðri meðferðarfræði Bessel Van Der Kolk sem leggur áherslu á áfallakerfi líkamans. Berglind er skráð í nám í ACT fræðum hér á landi sem hefst í febrúar 2022.  

Berglind barðist sjálf við áralangt heilsuleysi vegna yfirþyngdar og upplifði sig fasta í vítahring megrunarátaka og uppgjafar. Í júní 2021 tók hún ákvörðun um að fara í efnaskiptaaðgerð í Riga gegnum Medical Travel og hefur náð góðum árangri síðan, bæði líkamlega og andlega. Lífsgæði hennar hafa batnað mikið, starfsorkan hefur margfaldast, hún stundar líkamsrækt á fullu og fjallgöngur eru orðnar fastur liður í hennar lífi.