fbpx

Ása Dóra lét drauminn rætast og er barnshafandi

Viðtal við Ásu Dóru Finnbogadóttur, birt í Mannlíf 2021

Ása Dóra Finnbogadóttir missti manninn sinn, hann Magga, í sjóslysi. Hún glímdi við þunglyndi og kulnun og gekk 800 kílómetra til að sigrast á sorginni. 49 ára lætur hún draumana rætast og er barnshafandi. Ákvað að „ættleiða fósturvísi”.

Ása Dóra Finnbogadóttir

Ása fór í frjósemisaðgerð í Riga

Ása Dóra Finnbogadóttir er 49 ára og er ófrísk af sínu fyrsta barni. Hún missti fóstur gengin sjö mánuði á leið fyrir 20 árum síðan með þáverandi sambýlismanni sínum. Hana dreymir um að verða móðir og er búin að gera nokkrar tilraunir til að verða ófrísk og var jafnvel orðin opin fyrir því að ættleiða barn. Hún fór í gegnum ferli hjá Barnaverndarstofu upp á að taka að sér fósturbarn, fékk jákvæða umsögn þar en var í raun ekki komin á nógu góðan stað eftir áfallið og ekkert varð úr því. Ósk hennar rættist svo í vor þegar hún hélt til Riga í Lettlandi til að fara í glasafrjóvgun þar sem hún valdi þá leið að „ættleiða fósturvísi” eins og hún orðar það. Hún var búin að vera í þó nokkurn tíma á lista hér heima í von um að fá gjafaegg og fara í glasafrjóvgun en segir að í fyrstu hafi hún fengið synjun þar sem hún var í ofþyngd, var með of háan BMI-stuðul. Hún fór í magaermisaðgerð í fyrrahaust og hefur lést um 30 kíló en segir að hún hafi verið orðin of sein til að fá gefins egg hér á landi. „Ég grenjaði í tvo daga en svo benti læknir sem hafði verið mér til halds og trausts á konu sem hafði farið í frjósemismeðferð í Lettlandi og stakk hann upp á að ég færi þangað. Hún hafði samband við Medical Travel sem býður meðal annars upp á frjósemismeðferðir í samstarfi við frjósemisklínikina IVF Riga.“

Lesið viðtalið í heild sinni á vefsíðu Mannlífs!

Viðtalið má finna hér