fbpx

82 kg á bak og burt…

Ég fór í hjáveitu 26. maí 2018 sem er mín besta ákvörðun. Mér líður svooo vel! Allt þunglyndi farið og allar grímurnar farnar sem ég var búin að skýla mér bakvið í alltof mörg ár. 82 kg eru á bak og burt og eru svo sannarlega ekki velkomin til baka! En það sem einna helst hefur litað lífið ljóma er að langþráður draumur minn, sem ég hélt að myndi aldrei rætast, varð að veruleika þann 5.júlí 2019, er sonur minn fæddist.

Ég gæti ekki verið hamingjusamari með ákvörðunina, árangurinn og allar jákvæðu breytingarnar hjá mér á þessum mánuðum. Ég hef öðlast nýtt og betra líf.

Anna Jóna Pétursdóttir