
Ferðalagið, spítalinn, þjónusta og eftirfylgni! Það var haustið 2018 að ég var kominn í þrot, vissi ekki lengur hvað ég átti að gera til að ná af mér þessum kílóum sem rúlluðu hægt og rólega á mig. Ég taldi mig vera búinn að reyna allar leiðir, þið vitið fasta, keto, vegan, hreyfing sem datt svo út með tímanum vegna offitu. Ég sá auglýsingu hjá Medical Travel og fór að skoða mig vel um og spyrja hvort þetta væri eitthvað sem ég ætti að skoða nánar. Ég var þá um það leiti búinn að fá tíma í magabandsaðgerð sem ég frétti síðar frá vini að væri í raun ekki að ganga hja viðkomandi og aðilinn hafði farið síðar í magaermisaðgerð. Skoðun hófst hjá mér og aðgerðir til að vega og meta, hvað gengi vel og hvað ekki. Eftir sirka 3 vikur tók ég ákvörðun sem ég sé ekki eftir, já ákvörðun sem hefur breytt lífi mínu til betri lífsgæða. Þegar þessi ákvörðun var tekinn hjá mér var ég líka fyllilega með það á hreinu að stundum gengi allt vel já oftast en stundum fengi maður verkefni til að vinna með eftir aðgerð.
Já verkir sem komu og komu sterkir, margar rannsóknir lokið eftir þetta ár. Í ljósi þessara verkja var tekin ákvörðun að taka úr mér gallblöðruna, þar sem hún var mjög bólgin og einnig miklir steinar sem koma í raun stundum hjá fólki sem grennist hratt og ekki hægt að benda beint á ermis aðgerðina sem slíka sem einhvern vald. Einnig komu í ljós brisbólgur sem ég þarf að lifa með en það kemur oft út vegna fyrra lífernis, já fitumagn hjá okkur mörgum. Þannig að ýmislegt getur gerst en lífsgæðin batna með hverjum tíma.
Ég flaug til Riga ásamt sex öðrum sem voru að fara í aðgerð og myndaðist hjá okkur mikill vinskapur, við höfum hjálpað og stutt hvert annað og einnig fengið upplýsingar um hina og þessa hlutina sem við þurfum að yfirstiga í fyrstu. Þjónustan hjá Medical Travel stóðst 100% já frá A-Ö allar tímasetningar og þjónusta úti til fyrirmyndar. Sjúkrahúsið í Sigulda einstakt og starfsfólkið, hjúkrunarfræðingar, læknarnir og sjúkraliðar öll til hópa frábær. Ekki má gleyma tengiliðnum okkar henni Maríu Þórðardóttur sem hefur reynst mér einstaklega vel eftir allt sem hefur gengið á eftir aðgerðina í mínu tilfelli og lagt mál mín á fund með læknunum úti í Sigulda eftir samtöl við lækna hér heima. María reyndist mér einnig frábær úti, því eg er einn af þeim sem þarf að fara krókaleiðir í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og stóð hún sig afar vel, var hjá mér meira og minna meðan á dvöl minni stóð ytra og ekki bara styrkur fyrir mig heldur einnig eiginkonu mína. Ég mæli hiklaust með Medical Travel og er sáttur við lífið, þrátt fyrir brattar brekkur um tíma þá er þjónusta og færni einstök hjá þessu fyrirtæki.
Friðþór Vestmann