fbpx

Heilbrigðisþjónusta erlendis á tímum Covid

Undanfarið ár hefur verið erfitt fyrir marga. Covid-19 hefur haft í för með sér ýmsar áskoranir og takmarkanir á ýmsum sviðum, m.a. tengt ferðalögum erlendis. Við hjá Medical Travel leggjum áherslu á öryggi og höfum aðlagað okkar þjónustu eftir aðstæðum á þessum skrítnu tímum. Það þýðir þó ekki að það sé lokað á heilbrigðisþjónustu erlendis. Lettland hefur til að mynda verið með undanþágu á sóttkví fyrir heilsuferðaþjónustu frá því í haust. Skilyrði er að ferðafólk fari í covid test fyrir brottför og svo aftur fyrir aðgerðina (á ekki við ef Ísland er á „græna listanum“ með undir 50 smit per 100.000). Talsvert hefur verið um afbókanir á flugi og höfum við því verið með sveigjanlega aðgerðardaga og sérsniðið ferðaáætlunina með tilliti til þess hvenær beint flug er í boði.

Við veljum að trúa því að bjartari tímar séu framundan og erum byrjuð að taka við bókunum í ferðir næstu mánuði. Sendið okkur endilega fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar eða ráðgjöf varðandi aðgerðirnar og/eða ferlið.