fbpx

Magaermisaðgerð 2019

– Guðrún H. Vilmundardóttir

Ég var búinn að hugsa um að gera eitthvað í mínum málum í langan tíma en þegar ég fór til læknis hér heima fannst mér viðhorfið vera þannig að þetta væri nú ekkert vandamál hjá mér ég ætti bara að hreyfa mig meira þar sem ég var ekki farin að berjast við offitutengd heylsufarsvandamál. Ég reyndar forðaðist það að fara til læknis eins og heitan eldinn því að ég er með félagsfælni og læknafóbíu. Sumarið 2018 líkaði ég við facebook síðu Medical Travel og þegar líða fór á haustið skoðaði ég síðuna æ oftar og stuttu eftir afmælið mitt þar sem ég hafði vigtað mig á afmælisdaginn og ég var 116 kg þá lét ég vaða og sendi póst með fyrirspurn um hvernig þetta gengi allt fyrir sig og hvað þyrfti að gera. Strax í fyrsta svarpósti sem ég fékk, fann ég fyrir svo jákvæðu viðhorfi og fékk greinagóð svör við öllum mínum spurningum og þetta virkaði svo vel á mig að ég tók skrefið og bókaði mig í ferð. Þarna var ég 163 cm og 116 kg, bmi stuðull í offituflokki 3 sem er lífshættuleg offita og miklar líkur á sykursýki 2, of háum blóðþrýstingi og mörgum fleiri offitutengdum sjúkdómum. Ég var greind með vefjagigt, þunglyndi og kvíða og var búinn að minnka við mig vinnuna vegna þess að ég hafði ekki þrek né orku til að vinna fulla 8 tíma.

Frá því að ég bókaði ferðina og fram að brottfarardegi fékk ég upplýsingar og bæklinga frá Medical Travel og ef ég hafði einhverjar spurningar þá smellti ég í tölvupóst og fékk upplýsingar um hæl, og þar sem að ég hafði bókað í hópferð var gerð spjallgrúbba á facebook með öllum þeim sem voru að fara út á sama tíma. Brottfarardagurinn kom og mér fannst ofboðslegur styrkur í að hafa ferðafélaga og fylgdarmanneskju með mér sem ég þekkti vel, en systir mín kom með mér. Einnig vorum við búinn að fá fyrirfram dagskrá hvernig dagarnir yrðu og það hjálpaði mikið til með að vera ekki eins kvíðin, og fann ég bara frekar til tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni. Það var tekið á móti hópnum á flugvellinum og við keyrð á hótelið, þar vorum við þar til að ég fór í aðgerðina, ég tók vikuferð og var í síðasta aðgerðarhópnum og eyddi ég því í upphafi nokkrum dögum á hótelinu ásamt því að okkur var fylgt í magaspeglun og blóðprufur. Og svo kom dagurinn sem við fórum af hótelinu og til Sigulda til að leggjast inn á spítalann. Kvíðinn magnaðist en um leið og ég kom inn á sjúkrahúsið var tekið svo vel á móti okkur og allir svo jákvæðir og rólegt umhverfi, fagmennskan fram í fingurgóma. Við fórum í frekari rannsóknir, hittum læknana og ráðfærðum okkur við þá og alltaf var íslenskur tengiliður með okkur, það sem mér fannst svo gott er að allir gáfu þér þann tíma sem þú þurftir til að spyrja spurninga og svara þeim og þú fékkst ekki á tilfinninguna að þú værir kjáni að vilja vita þetta og hitt, hvergi leið þér eins og það væri neinn að flýta sér, allir svo almennilegir og rólegir.

Aðgerðin sjálf gekk mjög vel og inn á vöknuninni var dásamlegt fólk sem lagði sig mikið fram, meira að segja búin að læra nokkur orð í íslensku til að auðvelda manni vöknunina, brá nefnilega smá þegar yndislega hjúkrunakonan spurði hvort ég vildi ekki vatn á íslensku svona rétt þegar ég var að vakna. María tengiliður kom svo fljótlega og svo fékk systir mín að koma til mín líka.  Eftir smá tíma á vöknun fékk ég að fara niður í herbergi sem ég og fylgdarmaðurinn minn deildum, það var æði að fá að vera bara við 2 í herbergi og þetta var mjög kósý herbergi með setuhorni og ísskáp, og sjónvarpi. Mér fannst það mjög góð tilhugsun að eyða næstu dögum á sjúkrahúsinu til að jafna mig og hafa lækna og hjúkrunarfók til taks ef að eitthvað kæmi upp á, það var vel passað upp á það að ég myndi drekka og fara fram úr rúminu í göngutúra. Íslenski tengiliðiurinn kom og kíkti til mín og svo kom læknir líka til að sjá hvernig mér leið.  Fyrir mig að hafa íslenska tengiliðinn var svo mikill munur því að ég er með læknafóbíu og feimin við að spyrja lækna um það sem mér liggur á hjarta, þá var ég oft búinn að nefna það við Maríu (tengilið) og hún passaði svo upp á það að vekja athygli á því þegar læknirinn kom til að hitta mig. Aðstaðan á sjúkrahúsinu var til fyrirmyndar öllu vel við haldið og hreint þó ábyggilega einhverjum fyndist umhverfið gamaldags. Við útskriftina var ég farin að mega drekka safa og prótíndrykki og því tilhugsunin um að fara í flug einhvernvegin ekki eins hræðileg og að mega bara drekka vatn. En heimleiðin gekk mjög vel.

Fyrstu dagarnir heima voru mér reyndar dálítið erfiðir því ég var kvalin af loft verkjum og hafði svakalega tyggiþörf. Einnig var ég hrædd um að eitthvað myndi koma fyrir, en þá var svo gott að hafa spjallgrúbbuna með þeim sem fóru á sama tíma og ég út, því við vorum öll að upplifa eitthvað svipað og gott að geta leitað til þeirra með spurningar og vangaveltur.

Að hafa tekið þessa ákvörðun er klárlega sú allra besta ákvörðun sem ég hef nokkuntíman tekið, jafnt og þétt hefur kílóunum fækkað og núna einungis 9 mánuðum eftir aðgerð get ég stundum ekki trúað hversu ofboðslegum stakkaskiptum líf mitt hefur tekið. Í dag er ég að gera hluti sem mig hefði ekki einu sinni látið mig dreyma um að gera fyrir aðgerð. Að vera farin að vinna aftur fullan vinnudag og í staðinn fyrir að fara beint heim að sofa eyði ég tíma með fjölskyldunni, fer í ræktina eða bara að njóta lífsins. Ég finn mun minna fyrir vefjagigtinni og þunglyndinu og hef náð betri tökum á kvíðanum eftir því sem sjálfstraustið eykst. Svo eru það allir þessi litlu sigrar sem að gleðja svo rosalega mikið, t.d. að þurfa ekki að leita uppi plus size verslanir til að gega fengið á sig föt, þegar 10 ára dóttir mín faðmaði mig og sagði «hey mamma ég næ utan um þig!». Þó er stærsti sigurinn að hafa tekið ákvörðunina og tekið skrefið að fara í magaermi.

Aðgerðin er samt ekki töfralausnin, jú maginn var minnkaður en heilinn er ennþá að berjast við matarfíkilinn og nammipúkann, en með þessari hækju sem aðgerðin er hefur það gert mér kleift að vinna í mínum málum, að takast á við matarfíknina því það er búið að taka af mér valdið að troða í mig mat í staðinn fyrir að takast á við tilfiningar mínar. Í dag á ég nokkurn vegin í heilbrigðu sambandi við mat, er að vinna í því að læra upp á nýtt með nammipúkanum sem vill stundum taka yfirhöndina þá hefur aðgerðin gert gríðarlegan mun til að takast á við hann og lifa með honum.