– Í minningunni hef ég aldrei verið grönn…

Í minningunni hef ég aldrei verið grönn. Þegar ég skoða gamlar grunnskólamyndir þá sé ég það. Ég var samt mjög dugleg að hreyfa mig, prófaði ýmsar íþróttir en hreyfingin var ekki vandamálið heldur magnið af mat sem ég borðaði. Ég hugsaði ekki út í það fyrr en á unglingsárum og reyndi margar árangurslausar aðferðir til að grennast. 14 ára gömul var ég 92 kíló. Ég hef náð að létta mig í gegnum tíðina, fór á fundi fyrir matarfíkla, námskeið til að læra að borða rétt en ekkert virkaði, skammtastærðirnar voru alltaf vandamálið. Í september 2016 var ég 140 kíló, það þyngsta sem ég hef orðið. Með aðstoð Lágkolvetnafæðis náði ég stjórn á matarfíkninni og létti mig um 40 kíló, hélt því af mér í heilt ár og fór síðan í svuntuaðgerð. Eitthvað klikkaði hjá mér því þarna hafði ég náð mínu markmiði og féll í sömu gryfjuna aftur, að borða of mikið og þyngdist um næstum 30 kíló.
Á þessum tíma hafði poppað upp á facebook upplýsingar um Medical Travel. Einnig hafði manneskja sem ég þekki farið á þeirra vegum og hafði gott um þau að segja. Ég aflaði mér upplýsinga um fleiri staði erlendis og hér á Íslandi en leyst best á þennan stað. Ég fékk góðar upplýsingar bæði í gegnum facebook og þegar ég hafði staðfest að ég ætlaði fékk ég bækling með öllum helstu upplýsingum. Í rauninni vissi ég ekki alveg hvað ég var að fara út í og var jú smeyk við að fara erlendis í aðgerð, en þjónustan sem ég fékk var betri en nokkur önnur þjónusta sem ég hef fengið hér heima þegar ég hef farið í aðgerð. Sjúkrahúsið í Sigulda er snyrtilegt, læknarnir yndislegir og hjúkrunarfræðingarnir hugsa mjög vel um mann. Þau eru ju kanski ekki mjög góð í ensku en skildu allt sem ég bað um.
Ég fór í 4 daga ferð svo aðgerðin mín, magaspeglun og rannsóknir voru allar gerðar á sama degi. Batinn eftir aðgerð var miklu minna mál en ég bjóst við. Litlir verkir, gat strax sofið á hliðinni og náði að drekka og hreyfa mig samkvæmt fyrirmælum. Fyrstu vikurnar gengu svolítið brösulega fyrir sig, enda að læra hvernig ég ætti að borða upp á nýtt. Fékk ógleði og magakvalir við ákveðnar matartegundir, en núna 7 mánuðum eftir aðgerð get ég borðað allt og ekkert fer illa í mig svo lengi sem ég borða hægt og passa skammtastærðir, en ég forðast enn brauð, pasta og svoleiðis því það er þungt í maga og næringalítið.
Á þessum 7 mánuðum hef ég misst 41.5 kíló og komin í kjörþyngd, eða 84.4 kíló,man ekki eftir mér í þeirri þyngd. Eina eftirsjáin mín er að hafa ekki gert þetta mikið fyrr og hef heyrt fleiri segja það sama. Matarfíknin er enn til staðar, en þessi aðgerð hjálpaði mér ekki aðeins í að léttast, heldur að velja rétt fyrir minn líkama. Þó eru nokkrir hlutir sem fólk þarf að vera reiðubúið fyrir, til dæmis hárlosið! Hjá mér byrjaði það ekki fyrr en 6 mánuðum eftir aðgerð og því miður er hárið mitt hræðilegt í dag. Kanski er bara tími á breytingar og klippi það vel stutt.
– Harpa Rún Eysteinsdóttir