aLHLIÐA ÞJÓNUSTA
Medical Travel býður upp á frjósemismeðferðir í samstarfi við IVF Riga
IVF Riga er ein þekktasta kvensjúkdóma- og frjósemisklíníkin í Norður Evrópu. Forstjóri fyrirtækisins er Dr. Violeta Fodina, sem er vel þekktur sérfræðingur í meðferð á ófrjósemi. IVF Riga býður upp á allar þær greiningar, rannsóknir og meðferðir sem þú gætir þurft á að halda.
IVF Riga byggir á víðtækri og árangursríkri reynslu til fjölda ára við tæknifrjóvgun og býr yfir tækni og þekkingu til að takast á við flóknustu tilfellin, jafnvel eftir margar misheppnaðar frjósemismeðferðir.
IVF Riga er eina erfðarannsóknarstöðin í Norður Evrópu og Eystrasaltslöndunum sem býr yfir þeirri tækni að geta greint erfðasjúkdóma strax á fósturvísstigi. Fleiri aðilar bjóða þessa þjónustu en þurfa að senda fósturvísana til annarra landa í greiningu.
IVF Riga vinnur undir ströngum ISO Gæðastöðlum. ISO 9001:2008 og ISO 15189:2013, sem tryggir að unnið er eftir evrópskum gæðastöðlum.


Kostir frjósemisaðgerða hjá IVF Riga

- Lettand er friðsælt og fallegt land með framúrskarandi heilbrigðisþjónustu.
- Meðferð í boði fyrir einstæðar konur. Góður árangur jafnvel í flóknustu tilfellunum.
- Erfðapróf eru gerð á staðnum og niðurstöður liggja fyrir eftir nokkra daga. Eingöngu heilbrigðir fósturvísar eru settir upp.
- Við val á fósturvísum til uppsetningar er notast við hinn einstaka “EmbryoScope+ incubator”, sem er byltingarkennd tækni við tæknifrjóvganir.
- Gjafaprógramm; egg, sáðfrumur, og ættleiðing fósturvísa. Enginn biðlisti!
- Meðferð í boði fyrir konur upp að 55 ára aldri.
- Engin BMI (Body Mass Index) krafa.
- Þinn eigin persónulegi tengiliður.