fbpx

Þjónusta

Okkar forskot

Framúrskarandi samstarfsaðilar í Lettlandi.

Sigulda spítalinn

Sigulda sjúkrahúsið í Lettlandi býður upp á fjölbreytta heilbrigðisþjónustu og valkvæðar skurðaðgerðir á sérdeild. Sjúkrahúsið er staðsett í fallegu umhverfi rétt utan við Riga. Í hópferðum eru skjólstæðingar okkar með eina deild út af fyrir sig og tengiliður hópsins býr á staðnum með hópnum.

IVF Riga er frjósemismiðstöð sem býður upp á heildræna þjónustu fyrir pör og einstaklinga sem vilja eignast barn. Miðstöðin býður upp á rannsóknir, frjósemismeðferðir og kynfrumugjafaþjónustu.

Þjónustuframboð

Frjósemismeðferðir

IVF Riga býður upp á allar þær greiningar, rannsóknir og meðferðir sem þú gætir þurft á að halda og er með mjög góða árangurstölfræði. Meðferð er í boði bæði fyrir pör og einhleypar konur. Enginn biðlisti er eftir gjafaeggjum, gjafasæði eða ættleiðingu á fósturvísum.

Efnaskiptaaðgerðir

Samtals hafa yfir 1500 einstaklingar í Noregi og á Íslandi öðlast nýtt og léttara líf eftir að hafa farið í efnaskiptaaðgerð gegnum Medical Travel. Við bjóðum upp á magahjáveitu- og magaermisaðgerðir í samvinnu við skurðlækna Sigulda sjúkrahússins í Lettlandi.

Krabbameinsmeðferðir

Krabbameinsdeild Sigulda sjúkrahússins er einkarekin deild innan spítalans. Þar er boðið upp á greiningu, meðferðir og aðgerðir við algengustu tegundum krabbameins. Meðal annars með Cyberknife® M6 kerfinu, sem er byltingarkennd nýjung.


Fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta

Við hjá Medical Travel erum stolt af því að geta veitt milligöngu um heilbrigðisþjónustu erlendis. Við höfum þjónustað um 4000 einstaklinga í gegnum tíðina. Reynsla okkar og þekking ásamt sérfræðikunnáttu samstarfsaðila okkar tryggir örugga og góða þjónusta sem hæfir þinni stöðu.

Menntunarstig í samræmi við Norðurlöndin

Sérfræðiþjónusta á öllum sérsviðum

Framúrskarandi tækjabúnaður

Notendavæn aðstaða

Rými fyrir fylgdarfólk