fbpx

Hópferðir 2025

Við fylgjum þér alla leið!

Við höfum sett saman hópferðir í efnaskiptaaðgerðir á næstu misserum. Markmiðið okkar er að ferðin verði þér þægileg og áhyggjulaus. Einnig að þú upplifir öryggi og gott skipulag í gegnum allt ferlið.

Hægt er að velja milli einstaklings- og hópferða. Í einstaklingsferð er ekki íslenskur tengiliður til staðar á sjúkrahúsinu og ekki víst að fleiri Íslendingar séu að fara í aðgerð á sama tíma og þú. Öll önnur þjónusta er sú sama. Við sækjum þig á flugvöllinn og fylgjum þér í forrannsóknir en á sjúkrahúsinu ertu á eigin vegum.

Sjúkrahúsið í Sigulda

Í hópferðum erum við með íslenskan tengilið á sjúkrahúsinu þér til stuðnings. Allir okkar tengiliðir hafa sjálfir farið í megrunaraðgerðir á vegum Medical Travel og þekkja því ferlið inn og út. Tengiliðurinn býr á sjúkrahúsinu með hópnum og er því alltaf til staðar. Tengiliðurinn er með þér í viðtölum við læknana og getur aðstoðað við að þýða úr ensku ef þörf er á. Mörgum finnst öryggi í því að fara í hópferð og vera samferða öðrum sem eru að ganga í gegnum það sama. Stuttu fyrir brottför setjum við upp spjallhóp fyrir þá sem verða saman í hóp þar sem við svörum spurningum sem upp kunna að koma í gegnum ferlið, fólk getur kynnst hvort öðru og einnig er hópurinn góður vettvangur til leita stuðnings og deila sinni reynslu eftir aðgerðina.  

Næstu dagsetningar fyrir hópferðir 2025:

2./5. – 8. júní

Verð og nánari upplýsingar

Hægt er að fara í einstaklingsferð á öðrum tímum. Oftast hentar best að fara út á mánudegi eða fimmtudegi og heim aftur á sunnudegi. Hafið samband og við finnum í sameiningu dagsetningu sem hentar.