fbpx

Vildi að ég hefði farið fyrr…

Nú eru 3 mánuðir síðan ég fór í hjáveitu. Þá var ég kominn upp að vegg að mér fannst, 133 kg og búinn að reyna allt sem í mínu valdi stóð til að grennast. Allar venjulegar athafnir voru orðnar erfiðar og andleg líðan ekki góð þess vegna. Í dag er ég 27 kg léttari og líður 1000 sinnum betur bæði á sál og líkama. Ferlið er stutt á veg komið og mörg kg í land en gengur framar mínum björtustu vonum. Ég hef ekki fundið nein óþægindi af þessari aðgerð sem hægt er að tala um! Vildi að ég hefði farið miklu fyrr. Mæli 100% með þessu. Súper fólk í kring um þetta og allt mjög faglegt. Mér leið allan tímann vel og fannst ég vera í öruggum höndum.

Sigurður Sumarliði Sigurðsson