fbpx

Sykursýki 2

Ég fór í magaermi 10. október 2017. Ég var 93 kíló með sykursýki 2. Ég var búin að vera með sykursýki í ca 12 ár. Ég náði aldrei nógu góðum tökum á sykursýkinni. Ég prófaði ýmislegt og náði árangri í smá tíma í einu, síðan fór allt í sama farið aftur. Ég sprautaði mig með innsúlíni í nokkur ár bæði stutt verkandi og langverkandi. Eg var einnig með victosa í sprautu formi sem hjálpaði einhvað. Ég var á blóðþrýstings lyfjum í nokkur ár. Mitt BMI var ekki svo hátt en ég fékk samþykkta aðgerð út af sykursýkinni. Ég hætti strax á blóðþrýstings lyfinu. Um fimm mánuðum eftir aðgerð hætti ég að sprauta mig þar sem langtíma sykurinn datt úr 8 – 9 niður í 5. Þvílíkt frelsi að vera laus við sprauturnar og þurfa ekki að passa hvað ég borða. Mínu takmarki er náð að vera laus við sykursýkina. Ég hef misst 22 kíló og ég næ að halda þessari þyngd. Ég borða venjulegan heimilismat og legg aðal áherslu á að fá prótein í matnum, ég fæ mér alveg stundum pizzu og annan skyndibita, brauð og rjómi fara ekki vel í mig eftir aðgerðina. Ég drekk ekki með mat, það er komið upp í vana og ég sakna þess ekki. María var alveg yndisleg í gegnum allt ferlið mitt og ég mæli 100% með henni. Mér fannst mjög gott að vera á sjúkrahúsinu í Riga mjög rólegt og gott. Allt  hefur gengið mjög vel hjá mér. Vítamínbúskapurinn er góður, mataræðið er gott, andlega hliðin er góð, og að lokum sjálfstraustið er mjög gott.

Sigrún Björg Ásgeirsdóttir