Ég var alls ekki á leiðinni í aðgerð. Dóttir mín var búin að bíða lengi eftir aðgerð, svo sótti hún um til Sjúkratrygginga Íslands að fá að fara út vegna langs biðtíma hér heima og það var samþykkt. Hún spurði mig hvort ég vildi vera fylgdarmaður hennar eða hvort hún ætti að taka manninn sinn með, þá datt bara út úr mér hvernig væri að panta 2 fyrir 1. Hún var hissa en ánægð og við bókuðum ferð í aðgerð í Lettlandi. Við ákváðum að hafa mennina okkar með sem hjálparmenn og vera í 7 daga. Það var mánuður í þetta og það var góður tími til að undirbúa sig, minnka matarskammtana og borða hægar.
Nú svo kom að því að við færum út. Við fórum í einstaklingsferð án tengiliðs á sjúkrahúsinu. En það skiptir ekki öllu máli ef það er einhver sem talar ensku og það gerði tengdasonur minn. Margarita beið okkar á flugvellinum brosandi og hress og keyrði okkur á hótelið. Morguninn eftir keyrði hún okkur í blóðprufur og magaspeglun, hún var með okkur allan tímann. Þegar rannsóknunum var lokið var náð í mennina okkar og svo brunuðum við öll til Sigulda. Á sjúkrahúsinu beið okkar frábært læknateymi og við gerðar klárar í aðgerð. Á meðan gátu mennirnir okkar lagt sig eða labbað um bæinn fallega. Við vorum á vöknun eftir aðgerðina og fyrstu nóttina. Síðan morguninn eftir fórum við inn á stofu til mannana okkar. Þarna var yndislegt að vera og ég hefði alls ekki viljað vera 4 daga því dagarnir í Riga hjálpuðu mikið til að geta þessa ferð eftirminnilega.
Þjónustan var alveg 200% allt stóðst og öll þjónusta til fyrirmyndar. Magarita yndisleg og skemmtileg kona og læknarnir yndislegir. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun hér og nú. Það var gott að getað skrifað til Maríu og hún svaraði um hæl. Þúsund þakkir fyrir frábæra þjónustu.
Maria G Kristinsdóttir