fbpx

Besta ákvörðun lífs míns…

Eftir áratuga barning við vigtina tók ég klárlega eina af bestu ákvörðunum lífs míns. Í júlí 2019 fór ég í 7 daga ferð til Riga í magaermi á sjúkrahúsinu í Sigulda. Utanumhaldið í kringum þetta er með ólíkindum, það eina sem ég þurfti að gera var að bóka flug. Það er hugsað fyrir öllu og aldrei upplifði ég mig hrædda eða týnda. Manni er fylgt í gegnum allar rannsóknir. María Þórðardóttir er einstök í því að hugsa um mann og engin spurning svo ómerkileg að ekki taki að svara henni. Fyrir aðgerð var ég endalaust að senda henni spurningar og alltaf kom svar um hæl. Starfsfólkið à sjúkrahúsinu er einstakt, mikil hlýja og umhyggja og María kíkti reglulega til mín. Ekki má gleyma Margaritu sem sà um aksturinn, ásamt því að fylgja okkur í allar rannsóknir. Ég fékk ítarlegan upplýsingabækling fyrir aðgerð sem fylgdi manni alveg í gegnum allt ferlið.

Allt hefur gengið vel hjá mér frà aðgerð, engir verkir, ógleði eða annað. Svimi gerði vart við sig um tíma en það er eðlilegt. Þetta er mikið inngrip fyrir líkamann og tekur tíma að koma jafnvægi á. Það sem mér veitist erfiðast er að borða hægt en mér mun takast það á endanum 😊 Þetta er allt svo magnað og nýtt, það er svo lítið magn af mat sem pláss er fyrir, hálft hrökkkex og ég er södd. Ég get setið fyrir framan nammiskál og hef ekki hina minnstu löngun í mola o.s.frv. Á þeim 2 mánuðum sem liðnir eru frá aðgerðinni er ég búin að missa 25,3 kg. 😄 Sá um síðustu helgi tveggja stafa tölu á vigtinni, eitthvað sem ég hef ekki séð í fjölda mörg ár.
Útfrá minni reynslu og upplifun mæli ég á allan hàtt með ferð til Lettlands á vegum Medical Travel 😀

Oddný Rún Ellertsdóttir