
Ég átti mér alltaf þann draum að vera komin í kjörþyngd 40 ára en það var ekki alveg að takast. Ég var búin að vera að berjast við aukakílóin í 20 ár með mismunandi árangri og var ég komin á endapunkt og við það að gefast upp á sjálfri mér. Í ágúst 2018 sá ég auglýsingu um megrunaraðgerðir í Lettlandi og hafði samband við Maríu sem sendi mér upplýsingar um aðgerðirnar sem eru framkvæmdar á sjúkahúsinu í Sigulda. Eftir að hafa hugasð um þetta í tvo daga ákvað ég að skella mér í magaermi og var dagurinn ákveðinn, sem var í nóvember 2018 svo ég hafði tæpa 3 mánuði til að undirbúa mig. Þar sem ég var að fara langt út fyrir minn þægindaramma þá bauð ég dóttir minni að koma og vera mér til halds og trausts í ferðinni.
Ég fór í 4 daga ferð og var fyrst af mínum hóp sem fór í aðgerðina og móttökurnar voru yndislegar, alveg frá því að hitta bílstjórann á flugvellinum og allan þann tíma sem ég var í Sigulda. Þegar á sjúkrahúsið kom tóku hjúkrunarfræðingar á móti mér þar sem Ásdís íslenski tengiliðurinn var ekki mætt á svæðið og þær voru dásamlegar og aðstoðuðu mig í öllum þeim rannsóknum sem ég fór í. Ég var í mjög góðum höndum og náði alveg að slaka á fyrir aðgerðina. Læknarnir voru mjög góðir og gat ég fengið svör við öllum þeim spurningum sem ég hafði. Svo kom að því að fara í aðgerðina sem gekk mjög vel og Ásdís var komin þegar ég vaknaði og það var frábært að hafa hana innan handar.
Ég er búin að missa 50 kg á 10 mánuðum sem er miklu meira en ég vonaði. Allir þeir fylgikvillar sem ég var með eru horfnir s.s verkir í liðum og er ég farin að minnka skjaldkirtilslyfin ásamt fleiru. Ég vissi ekki að þessi aðgerði myndi hafa svona jákvæð áhrif á líf mitt og sé ég alls ekki eftir þessari ákvörðun minni, vildi bara hafa farið fyrr í hana.
Ég mæli alveg 100% með að fara til Sigulda í Lettlandi í magaermi. Þar er yndislegt fagfólk sem tók á móti mér og gerðu allt til þess að dvölin á sjúkahúsinu yrði sem best fyrir mig. Einnig var Ásdís íslenski tengiliðurinn alveg yndisleg og aðstoðaði mig eftir bestu getu og svaraði öllum þeim spurningum sem ég hafði.
Hanna Björk Grétarsdóttir