fbpx

Ákvað að játa mig sigraðan…

Þegar maður hefur glímt við ofþyngd lengi og prófað margar aðferðir, lést og þyngst til skiptis þá ákvað ég að játa mig sigraðan. Mín uppgjöf var í ágúst 2018 þá hitti ég vegg alveg búin að gefast upp vegna endalausra verkja og eftir hafa talað við fjölskylduna og lækni þá ákvað ég að fara í aðgerð til að hjálpa mér við þennan vanda og líka til að eiga gott líf framundan með fjölskyldunni❤❤
Ég fór í 4 daga ferð til Riga a vegum Medical Travel með tengilið fra þeim hana Brynhildi. Vaknað snemma, svo aðgerðin mín, magaspeglun og rannsóknir voru allar gerðar á sama degi. Ég fór bara eftir því sem læknarnir mældu með fyrir mig og sögðu þeir magahjaveitu besta kostinn fyrir mig. Set bæði myndir fyrir aðgerð og eins og eg er í dag 1 ári eftir aðgerð. (11. nóv.2018) ekki hægt að bera saman þessar myndir enda rosalega mikið búið að gerast. Ég er búin að missa +70 kíló á þessu ári og að upplifa lif án verkja og bara að geta gert allt sem mig langar að gera, margt af því sem ég gat alls ekki gert áður. En gæti ekki hafa gert þetta án alls þess stuðnings sem ég hef fengið frá minni frábæru fjölskyldu 😍😍❤❤ og segir kannski einnig mikið um breytinguna á manni því þegar ég var að skrifa þetta sat yngri dóttir mín með mér og spurði þegar ég setti myndirnar saman «Pabbi hvaða maður er þetta í svörtu peysunni á myndinni með þér?» 😍😍❤❤

Jóhann Þór Sveinson