

Ég var að skoða gamlar myndir í símanum mínum og rakst á mynd sem var tekin ca. 3-4 mánuðum fyrir aðgerð. Akkúrat á mínum hæsta þyngdarpunkti. Ég hef átt frekar erfitt með að spotta breytingarnar á sjálfri mér, þó svo að ég finni auðvitað hellings mun og fólk sé ítrekað að tala um þessar miklu breytingar. Hausinn er víst alltaf aðeins á eftir líkamanum… Þegar ég sá þessa andlitsmynd hins vegar fékk ég sjokk, og varð eiginlega að henda í svona fyrir/eftir mynd. Ég byrjaði í 148kg og náði mínu markmiði þegar ég var komin niður í helminginn af því, 74 kg.
Auður Hrefnudóttir